Hoppa yfir valmynd
8. desember 2004 Félagsmálaráðuneytið

Aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum

Félagsmálaráðherra hefur gefið út reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum sem mun öðlast gildi innan skamms er hún birtist í B-deild Stjórnartíðinda.

Skjal fyrir Acrobat ReaderReglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað

Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að forvörnum og aðgerðum gegn einelti innan vinnustaða en hugtakið einelti er meðal annars sérstaklega skilgreint.

II. kafli reglugerðarinnar fjallar um skyldur atvinnurekanda. Þar eru meðal annars ítrekaðar þær skyldur er fram koma í XI. kafla laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, að því er varðar áhættumat og forvarnir. Atvinnurekanda ber að bregðast við ábendingum eða kvörtunum um einelti á vinnustað enda er honum ætlað að sjá til þess að slík háttsemi viðgangist ekki innan vinnustaðarins.

Þá er lögð sú skylda á starfsmenn að upplýsa atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins um einelti sem hann sjálfur hefur orðið fyrir eða hefur vitneskju um. Gert er ráð fyrir að starfsmaðurinn sé reiðubúinn að skýra mál sitt nánar þyki ástæða til. Vinnueftirlit ríkisins fer með eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar.

Sjá einnig:

Aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum
Ávarp félagsmálaráðherra við kynningu á nýrri reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum.

Vinnueftirlit ríkisins
Heimasíða Vinnueftirlits ríkisins.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira