Hoppa yfir valmynd
17. júlí 2008 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Ný reglugerð í gildi um hleðslu og frágang farms

Ný reglugerð um hleðslu, frágang og merkingu farms hefur nú gengið í gildi og leysir af hólmi eldri reglugerð um sama efni.

Helsta nýmæli reglugerðarinnar, sem er nr. 671/2008, er að reglum um notkun á styttum við frágang farms er breytt þannig að ekki er gerð krafa um þær til varnar hliðarskriði nema sérstök ástæða þyki til. Í viðauka reglugerðarinnar koma fram útreikningar á þörf fyrir notkun spennubanda sem þarf til að halda farmi föstum ef ekki er gert ráð fyrir að styttur séu notaðar við frágang farmsins.

Við gerð viðaukans var stuðst við skýrslu Línuhönnunar, ,,Stöðugleiki og frágangur farms”, sem birt er á heimasíðu Umferðarstofu, á slóðinni:

Á grundvelli viðaukans eiga farmflytjendur að geta reiknað út fjölda spennubanda og að öðru leyti hvað þarf til að farmur teljist tryggilega bundinn.

Aðilar sem starfa við landflutninga eru sérstaklega hvattir til að kynna sér efni reglugerðarinnar sem er að finna á vefsvæði Stjórnartíðinda:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira