Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2022 Utanríkisráðuneytið

Breytingakenning GRÓ til næstu fimm ára mörkuð

Hópmynd af þáttakendum. Ljósmynd: GRÓ - mynd

GRÓ, þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, hefur markað sér breytingakenningu, Theory of Change, sem tekur til áranna 2022-2027. Breytingakenningin er unnin eftir aðferðarfræði UNESCO við árangursstjórnun og skýrir leiðina sem GRÓ mun fara til að vinna að breytingum í átt til sjálfbærni. Þannig er markað hvaða langtímaáhrifum GRÓ stefnir að með starfinu og síðan hvernig GRÓ mun vinna markvisst til að stuðla að þeim breytingum.

Breytingakenningin var unnin í nánu samstarfi GRÓ, þjálfunaráætlananna fjögurra og stjórnar GRÓ, auk sérfræðinga utanríkisráðuneytisins á sviði þróunarsamvinnu. Smiðshöggið á breytingakenninguna var rekið á vinnustofu þann 6. október, þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar. Þar komu ofangreindir aðilar saman til að ræða breytingakenninguna og hvernig GRÓ geti hámarkað árangurinn af starfinu og vaxið til framtíðar.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra leit inn á vinnustofuna þar sem hún undirstrikaði merka sögu þjálfunaráætlananna fjögurra, Jarðhitaskólans, Sjávarútvegsskólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttisskólans.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

7. Sjálfbær orka
14. Líf í vatni
5. Jafnrétti kynjanna
15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum