Hoppa yfir valmynd
6. mars 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Málefni fatlaðs fólks í alþjóðlegu ljósi á málþingi 15. mars

TomShakespeare
TomShakespeare

Málefni fatlaðs fólks í alþjóðlegu ljósi

Málþing um skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og Alþjóðabankans; World Report on Disability, Grand Hóteli Reykjavík 15. mars kl. 13.15 – 16.30
Dagskráin sem pdf. skjal


Velferðarráðuneytið býður til málþingsins í samstarfi við forsætisráðuneytið, innanríkisráðuneytið, Embætti landlæknis, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands.

Á málþinginu kynnir Tom Shakespeare sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, efni fyrstu alþjóðaskýrslunnar um fötlun og aðstæður fatlaðs fólks. Í skýrslunni er fjallað um helstu málefni sem snerta fatlað fólk svo sem heilbrigði, menntun, atvinnu, stuðning og þjónustu, aðgengi og hindranir í umhverfinu. Þar eru einnig tillögur um framþróun í málefnum fatlaðs fólks en megintilgangur skýrslunnar er að veita alþjóðlegar leiðbeiningar um innleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Eftir kynningu Tom Shakespeare eru stutt innlegg frá fulltrúum forsætis-, velferðar-, og innanríkisráðuneyta, Embætti landlæknis, fulltrúum hagsmunasamtaka fatlaðs fólks og háskólasamfélagsins. Þessi innlegg fjalla um þýðingu skýrslunnar fyrir Ísland. Í lokin verða umræður. Málþingsstjóri er Lára Björnsdóttir sérfræðingur á skrifstofu velferðarþjónustu í velferðarráðuneytinu. Fyrri hluti málþingsins fer fram á ensku en seinni hlutinn verður á íslensku.

Aðalfyrirlesarinn Tom Shakespeare er heimsþekktur sem mikilvirkur fræðimaður á sviði fötlunarfræða og baráttumaður fyrir mannréttindum fatlaðs fólks. Tom Shakespeare hefur verið í samstarfi við íslenska fræðimenn á sviði fötlunarfræða um árabil og hefur komið til Íslands nokkrum sinnum og haldið fyrirlestra. Hann er hér á landi til að veita viðtöku heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands. Tom er einn af höfundum og ritstjórum alþjóðaskýrslunnar um fötlun, World Report on Disability, sem kom út í júní 2011.

Dagskrá:
Fyrri hluti málþingsins verður á ensku
13:15 – 13:20 Setning
  Málþingsstjóri Lára Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu
13:20 – 13:30 Ávarp
  Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra
13:30 – 14:30 Kynning  á alþjóðaskýrslunni um fötlun (World Report on Disability)
  Tom Shakespeare, sérfræðingur hjá WHO
  Fyrirspurnir og umræður
14:30 – 15:00 Kaffihlé
Seinni hlutinn verður á íslensku
15:00 – 16:30 Hvaða þýðingu hefur alþjóðaskýrslan um fötlun fyrir Ísland?
  Stutt innlegg og umræður
1.  Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu
2.  María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu
3.  Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu
4.  Geir Gunnlaugsson, landlæknir
5.  Gerður A. Árnadóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar
6.  Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands
7. Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands

Málþingið verður rit- og táknmálstúlkað. Tónmöskvar verða á staðnum.
Allir velkomnir.  Ekkert þátttökugjald.

 

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum