Hoppa yfir valmynd
3. júní 2013 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að reglugerð um rannsókn samgönguslysa til umsagnar

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um rannsókn samgönguslysa. Umsagnarfrestur er til og með 10. júní næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected].

Með drögum að reglugerð um rannsókn samgönguslysa er kveðið nánar á um hvernig rannsóknum samgönguslysa og samgönguatvika skuli háttað en þau byggjast á lögum um rannsókn samgönguslysa, nr. 18 6. mars 2013. Með lögunum voru rannsóknarnefndir flugslysa, sjóslysa og umferðarslysa sameinaðar í eina nefnd sem fékk heitið rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Markmið laganna er að koma þekkingu og starfskröftum, sem þegar eru í hverri nefnd fyrir sig, í eina sterka og öfluga sameinaða nefnd. Á þennan hátt er unnt að efla og samnýta enn frekar þá fagþekkingu sem mikilvægt er að viðhalda í slíkum nefndum og gera nefndarmönnum kleift að nýta sér færni úr mismunandi rannsóknarflokkum til að styrkja frekari rannsóknir á sviðinu í heild.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira