Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Mikill áhugi á samstarfi við Alþjóðabankann á sviði fiskimála

Frá fundinum í morgun. Ljósm: REA - mynd

Í dag fór fram í utanríkisráðuneytinu vel sóttur kynningarfundur og samtal við aðila atvinnulífsins um ráðgjafaverkefni á sviði fiskimála í samstarfi við Alþjóðabankann. Xavier Vincent  leiðandi sérfræðingur á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins hjá Alþjóðabankanum kynnti fiskiverkefni Alþjóðabankans og þörf bankans fyrir sérhæfða ráðgjöf. Þá kynntu fulltrúar þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins núverandi samstarf ráðuneytisins við Alþjóðabankann á sviði fiskimála og einnig fyrirhugaðan stuðning við fiskiverkefni bankans og mögulega aðkomu íslenskra aðila.     

Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands hefur um árabil verið lögð áhersla á stuðning við fiskimál og uppbyggingu í fiskimannasamfélögum. Á sviði fjölþjóðlegrar samvinnu hefur Ísland lagt ríka áherslu á fiskimál innan Alþjóðbankans og kom meðal annars að stofnun styrktarsjóðs um fiskimál árið 2005, PROFISH, sem ætlað er meðal annars að auka fjármögnun til verkefna á þessu sviði. Þá hefur Ísland jafnframt kostað stöðu sérfræðings á sviði fiskimála hjá Alþjóðabankanum, fyrst 2009-2010 hjá PROFISH, og síðar í Gana þar sem íslenskur sérfræðingur, Steinar Ingi Matthíasson,x hóf störf við fiskiverkefni bankans í Vestur Afríku síðastliðið sumar. 

Alþjóðabankinn er nú með allmörg fiskiverkefni í undirbúningi og framkvæmd víða um heim. Oft er þörf fyrir sérhæfða þekkingu í afmarkaðri ráðgjöf í tengslum við framkvæmd þeirra. Því  hefur utanríkisráðuneytið unnið að samkomulagi við Alþjóðabankann um að Ísland gæti aðstoðað við framkvæmd þessara verkefna með því að leggja til tæknilega aðstoð við tiltekna afmarkaða þætti. 

Fyrirhugað er að verkefnin verði unnin samkvæmt skilgreindum beiðnum og verklýsingum frá verkefnisteymum Alþjóðabankans eða sem hluta af sameiginlegum verkefnum bankans og Íslands. 

  • $alt

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum