Hoppa yfir valmynd
16. júní 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Tekjuskattsstofn aldraðra vaxandi

Tekjuskattsstofn þeirra sem eru 67 ára og eldri hefur vaxið mun meira en vísitala neysluverð frá 2001. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem segir að vaxandi tekjuskattsstofn aldraðra skýrist annars vegar af tekjutryggingaraukanum sem kom í hlut aldraðra árið 2001 og hins vegar af því að greiðslur almannatrygginga hækkuð talsvert í kjölfar samkomulags sem ríkisstjórnin gerði við Landssamband eldri borgara árið 2003. Tekjutryggingaaukanum var ætlað að bæta hag þeirra ellilífeyrisþega sem eru verst settir fjárhagslega en um átta þúsund ellilífeyrisþegar fá hann greiddan. Þá er á það bent í vefritinu að tekjur ellilífeyrisþega úr lífeyrissjóðum fara vaxandi. Fjármagnstekjur koma hér ekki við sögu enda ekki hluti af tekjuskattsstofni einstaklinga.

Sjá nánar á heimasíðu fjármálaráðuneytisins: www.fjarmalaraduneyti.is



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum