Hoppa yfir valmynd
24. júní 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Samráð á sviði geðheilbrigðismála

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að efna til víðtæks samráðs á sviði geðheilbrigðismála. Markmið ráðherra er að leiða saman fulltrúa notenda og aðstandenda og fagfólkið sem veitir heilbrigðisþjónustu á þessu sviði. Er þetta í samræmi við stefnumótun ráðherra og samþykkta á evrópskum ráðherrafundi um geðheilbrigðismála sem haldinn var í Helsinki í byrjun árs. Var þar samþykkt ályktun og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum álfunnar þar sem gengið er út frá að þjóðir Evrópu marki sér stefnu í geðheilbrigðismálum til lengri tíma sem byggist á víðu samstarfi þeirra sem tengjast geðheilbrigðisþjónustunni. Hefur ráðherra kallað saman þá fulltrúa Íslands sem sóttu Helsinkifundinn í janúar til skrafs og ráðagerða um það hvernig heppilegast sé að koma á samráði á þessu sviði í samræmi við þær nýju áherslur sem fram komu á ráðherrafundinum.

Nánari upplýsingar:

Yfirlýsing evrópskra ráðherra um geðheilbrigðismál:  Ráðherrayfirlýsingin (pdf skjal 125 KB)

Evrópsk aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum: Aðgerðaáætlun (pdf skjal 139 KB)

 

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum