Hoppa yfir valmynd
9. september 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Fréttapistill vikunnar 3. - 9. september

 Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn 10. október og starf á sviði geðheilbrigðismála

Þann 10. október er alþjóða geðheilbrigðisdagurinn og í tengslum við hann er margþætt starfsemi framundan. Lýðheilsustöð, Geðhjálp, Rauði krossinn og Landlæknisembættið hafa gert með sér samkomulag um samstarf að geðheilbrigðismálum. Meðal samstarfsverkefna eru námskeið fyrir aðstandendur geðsjúkra og fleiri sem haldin eru í öllum landsfjórðungum. Einnig standa þessir aðilar saman að ráðstefnu sem haldin verður 7. október undir yfirskriftinni ,,Andlegt og líkamlegt heilbrigði? þar sem staða geðheilbrigðismála á Íslandi verður rædd, fjallað um forvarnarverkefni á sviði geðheilsu og kynnt áhugaverð úrræði í geðheilbrigðismálum. Frekari upplýsingar um starfið framundan er á heimasíðu Lýðheilsustöðvar.
Nánar...

 

Norræna lýðsheilsuráðstefnan í Reykjavík 9. - 11. október

Áttunda norræna lýðheilsuráðstefnan verður haldin í Reykjavík 9. - 11. október og er yfirskrift ráðstefnunnar ?Lýðheilsa ? sameiginleg ábyrgð?. Fyrirlesarar og þeir sem stjórna vinnusmiðjum eru frá Norðurlöndunum og Kanada. Þeir komu úr mismunandi starfsstéttum en starfa allir á einn eða annan hátt að lýðheilsumálum. Ráðstefnan veitir því mikilvægt tækifæri til að kynnast því helsta og nýjasta sem er að gerast á vettvangi lýðheilsu hér heima og í nágrannalöndunum. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið fól Lýðheilsustöð að hafa umsjón með ráðstefnuhaldinu á Íslandi og fékk stöðin Landlæknisembættið til samstarfs við sig þar um. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Nordica við Suðurlandsbraut.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna: http://www.congress.is/NPH2005/

 

Stjórnunarupplýsingar LSH fyrir janúar ? júlí

Innlögnum á sólarhringsdeildir heldur áfram að fækka og legudögum sömuleiðis en komum á göngudeildir fjölgar samkvæmt nýbirtum stjórnunarupplýsingum Landspítala ? háskólasjúkrahúss fyrir janúar til júlí. Þetta er í samræmi við áætlanir sjúkrahússins. Þá kemur fram að töluverð fjölgun hafi orðið á komum á slysa- og bráðamóttökur spítalans, eða um 9,2%. Þá hefur hjartaþræðingum fjölgað eins og stefnt var að, eða um 4,6% og kransæðavíkkunum hefur fjölgað um 23,3%.
Stjórnunarupplýsingar LSH... (pdf.skjal)

 

Samþykkt starfsmanna LSH vegna uppbyggingar hátæknisjúkrahúss

Starfsmenn Landspítala ? háskólasjúkrahúss fjölmenntu á fundi með Jóni Kristjánssyni, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, á sjúkrahúsinu í Fossvogi og við Hringbraut þar sem hann fjallaði um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja 18 milljörðum króna til uppbyggingar hátæknisjúkrahúss. Borin var undir fundarmenn samþykkt stíluð á ráðherra sem starfsfólk staðfesti með lófataki. Í samþykktinni segir m.a. ,,Starfsmenn LSH fagna þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hluta af söluandvirði Landssíma Íslands hf verði ráðstafað til uppbyggingar hátæknisjúkrahúss á Landspítalalóðinni. Með þessari ákvörðun hefur ríkisstjórn Íslands tekið eitt mikilvægasta skrefið til uppbyggingar heilbrigðisþjónustu frá því Landspítali var fyrst byggður á árunum 1925 ? 1930?. Í samþykktinni er heilbrigðisráðherra færðar sérstakar þakkir fyrir framgöngu sína í málinu, sem og ríkisstjórninni allri. Nánar er fjallað um fundi ráðherra með starfsmönnum og fleira tengt ákvörðun ríkisstjórnarinnar á heimasíðu LSH.
Nánar...

 

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum