Hoppa yfir valmynd
16. mars 2018 Utanríkisráðuneytið

Aðkallandi að grípa til aðgerða til að forða hungursneyð í Suður Súdan

Þrjár stofnanir Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því í vikunni að rúmlega sjö milljónir íbúa Suður Súdan, tveir íbúar af hverjum þremur, komi til með að verða því sem næst matarlausar á komandi mánuðum án viðvarandi mannúðaraðstoðar. Komi til þessa hafa aldrei fleiri búið við matvælaóöryggi í Suður Súdan, segir í sameiginlegri frétt frá Matvælastofnun SÞ (WFP), Barnahjálp SÞ (UNICEF) og Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO).

Mesta hættan á matarskorti er frá maí til júlí. Þá verða að mati stofnananna 155 þúsund einstaklingar í alvarlegri neyð, þar af 29 þúsund börn, sem líða mest þegar hungrið sverfur að.

Í ársbyrjun áttu 5,3 milljónir íbúa Suður Súdan, hartnær helmingur þjóðarinnar, í erfiðleikum með að útvega mat frá degi til dags. Miðað við sama tíma fyrir ári hafði matarlitlum fjölgað um 40%. Skömmu síðar, eða í febrúar 2017, var hungursneyð lýst yfir í hluta landsins en með mestu mannúðaraðstoð í sögu WFP, Unicef, FAO og samstarfsaðila tókst að halda þjóðinni rétt fyrir ofan hungurmörk það sem eftir lifði árs. Núna í upphafi þessa árs hefur útlitið hins vegar aldrei verið svartara, segir í fréttinni.

Stofnanirnar óttast að aðgerðir sem þegar hefur verið gripð til á síðustu misserum til þess að forða íbúum Suður Súdan frá því að verða hungurmorða verði til lítils þegar við blasi að enn fleiri horfa fram á sult á tímabilinu frá maí til júlí. Því verði að grípa til aðgerða strax. "Staðan er afar viðkvæm og við erum nálægt því að horfa upp á aðra hungursneyð. Útlitið er dökkt. Ef við hunsum þessa hættu þurfum við takast á við aukinn harmleik. Ef bændur fá stuðning til að halda áfram með lífsviðurværi sitt, sjáum við meiri umbætur í matvælaöryggi landsins vegna aukinnar staðbundinnar framleiðslu," segir Serge Tissot fulltrúi FAO í Suður-Súdan.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið Sþ: 16 Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira