Hoppa yfir valmynd
15. október 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálaráðherra á fundi AGS og Alþjóðabankans

Bjarni Benediktsson með Winnie Byanyima, framkvæmdastjóri OXFAM - mynd

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra sótti ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans á Bali í Indónesíu, sem haldinn var 8.-14. október. Þar voru meðal annars til umræðu þær áskoranir sem fjölþjóðasamstarf stendur frammi fyrir og mikilvægi þess að viðhalda slíku samstarfi og efla með nýrri tækni og nýjum leiðum. Meðal þeirra ógna sem steðja að fjölþjóðakerfinu er aukin spenna í alþjóðlegum viðskiptum, möguleg stigmögnun slæmra  samskipta helstu viðskiptavelda og ójafnvægi og uppsöfnum áhættu í hinu alþjóðlega hagkerfi sem sjóðurinn telur að geti dregið úr alheimshagvexti um 1% á næstu tveimur árum.

Samhliða ársfundinum átti Bjarni Benediktsson tvíhliða fundi með matsfyrirtækjum og fulltrúum AIIB, asíska innviðafjárfestingabankanum, auk þess sem hann tók þátt í fundi OXFAM hjálparsamtakanna um jöfnuð. Ísland er meðal fremstu ríkja í heimi þegar kemur að jöfnuði og lýsti Bjarni því að þar gegndu konur lykilhlutverki, mikil atvinnuþátttaka þeirra og góð menntun, og sú áhersla sem lögð hefði verið á málefni fjölskyldna og valdeflingu kvenna um áratuga skeið.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

10. Aukinn jöfnuður
8. Góð atvinna og hagvöxtur
5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum