Hoppa yfir valmynd
27. desember 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Alþjóðlegir umhverfissamningar - Bernarsamningur

Bernarsamningurinn um villtar plöntur og dýr

Heiti:
- Samningur um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu.
- Convention on the Conservation of European Wildlife and Natural Habitats.

Eðli samnings og vörsluaðili:
- Svæðisbundinn samningur
- Í vörslu Evrópuráðsins.
- 45 aðildarríki
- Gildir fyrir Evrópu og lönd sem hafa sameiginlegar dýrategundir með henni.

Dags.:
- Gerður í Bern 19. september 1979.
- Öðlaðist gildi 1. júní 1982.

Aðild Íslands:
- Fullgiltur 17. júní 1993, öðlaðist gildi 1. október 1993. Stjt. C 17/1993.

Bókanir:
- Engar.

Breytingar:
- Engar.

Stjórn:
- Ákvarðanir eru teknar á fundum samningsaðila.
- Auk þess eru starfandi nokkrar undirnefndir.

Stefnumörkun: Umhverfisráðuneytið í samráði við Náttúrufræðistofnun
og Umhverfisstofnun
Framkvæmd: Náttúrufræðistofnun Íslands
Þátttaka í fundum: Náttúrufræðistofnun Íslands
Upplýsingagjöf: Náttúrufræðistofnun Íslands

Markmið:
- Að vernda evrópskar tegundir villtra plantna og dýra og lífsvæði þeirra, einkum þeirra
tegunda og lífsvæða sem fjölþjóðlegrar samvinnu þarf til að vernda.
- Að stuðla að fjölþjóðlegri samvinnu þar sem hennar er þörf til að vernda tegundir villtra
plantna, dýra og lífssvæða.

Ákvæði:
- Aðilum ber að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að viðhalda, eða aðlaga, stofnstærð villtra
dýra og plantna, í samræmi við einkum vistfræðilegar, vísindalegar og menningarlegar
kröfur.
- Samningnum fylgja fjórir viðaukar. Viðaukar I-III telja þær plöntur og þau dýr sem
aðilum ber að vernda og ákvæði um verndun þeirra. Viðauki IV fjallar um forboðinn
veiðibúnað og veiðiaðferðir.

Viðauki I :
Hefur að geyma skrá yfir tegundir hætt kominna og fágætra plantna. Aðilum ber að
gera viðeigandi og nauðsynlegar ráðstafanir til að friða þessar tegundir og vernda
lífssvæða þeirra.

Viðauki II :
Hefur að geyma skrá yfir spendýr, fugla, skriðdýr, froska, fiska, skordýr og önnur
lægri dýr. Aðilum ber að gera viðeigandi og nauðsynlegar ráðstafanir til að friða
þessar tegundir og vernda lífssvæða þeirra, meðal annars m.t.t. veiða, eggjatöku,
ónæðis við bústaði þeirra, sérstaklega um fengi- og varptímann, og verslunar, ef það
hefur þýðingu fyrir verndun tegundanna. Sérstök áhersla er lögð á friðun þeirra
svæða sem eru mikilvæg fyrir þær fartegundir sem eru á skrá viðaukans.

Viðauki III:
Hefur að geyma skrá yfir spendýr, fugla, skriðdýr og froskdýr. Þessi dýr skulu njóta
verndunar og aðilum ber að tryggja að veiði eða föngun þessara tegunda sé hagað
þannig að þeim sé ekki stofnað í hættu, m.a. með takmörkun á veiðitíma,
svæðisbundnum bönnum veiða og stjórn á nýtingu og verslun. Sérstök áhersla er
lögð á friðun þeirra svæða sem eru mikilvæg fyrir þær fartegundir sem eru á skrá
viðaukans.

Viðauki IV:
Hefur að geyma skrá yfir veiðiaðferðir sem aðilum er uppálagt að banna.


Upplýsingar:

Convention on the Conservation of European Wildlife and Natural Habitat
Eladio Fernandez-Galiano
Council of Europe
67075 STRASBOURG CEDEX
France

Tel: + 33 3 88 41 2259
Fax: +33 3 88 41 37 51
E-mail: [email protected]
Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum