Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2022 Utanríkisráðuneytið

Afhending skóla og almenningssalerna í Buikwe og Namayingo

Frá afhendingu Mutumba grunnskólans. - mynd

Á allra síðustu dögum hefur mörgum verkefnum verið lokið í samstarfshéruðum Íslands í Úganda, Buikwe og Namayingo, meðal annars skólabyggingum og almenningssalernum. Verkefnin eru huti af viðamiklu samstarfi íslenskra stjórnvalda með héraðsyfirvöldum á sviði mennta- og hreinlætismála.

Afhending Baskerville grunnskóla- og framhaldsskóla í Buikwe héraði fór fram 27. október. Í verkefninu fólst endurnýjun og endurbætur á kennslustofum, húsnæði fyrir skólastjóra, tölvuherbergi og bókasafni. Alls eru þrír grunnskólar í Buikwe enn í endurbyggingu og verða afhentir þegar þeir eru tilbúnir, Kalagala UMEA, Ssi og Zzitwe, og St. Peter´s Senyi.

Fyrsta nóvember voru fjórar hreinlætisaðstöður afhentar í Namayingo, þrjár fyrir almenning en sú fjórða fyrir Siabone grunnskólann með séraðstöðu fyrir stelpur og stráka..

Daginn eftir varð afhending í Namayingo á hreinlætisaðstöðu í Busiula grunnskólanum, einnig í Mulombi, Mutumba B og Famu. Í framhaldinu var Mutumba grunnskólinn afhentur, þar sem endurnýjun og endurbætur voru gerðar á skólastofu, stjórnunarbyggingu, eldhúsi skólans, starfsmannahúsi og eldhúsi og að lokum hreinlætisaðstöður fyrir stelpur og stráka. Í gær voru tvær aðrar hreinlætisaðstöður afhentar, fyrir Maruba og Lufudu grunnskólana.

Sendifulltrúi íslenska sendiráðsins í Kampala, embættismenn Buikwe og Namayingo héraðanna og skólastjórnendur voru viðstödd afhendinguna.

  • Nemendur Lufudu grunnskólans eftir afhendinguna. - mynd

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll
6. Hreint vatn og hreint

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum