Hoppa yfir valmynd
18. ágúst 2000 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Samgönguráðherra til Grænlands

Í byrjun ágúst hélt samgönguráðherra til Grænlands, og var tilgangur fararinnar að kynna fyrir heimamönnum nýtt flugvallarstæði en íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja Grænlendingum lið við byggingu vallarins. Fréttin fylgir hér á eftir.

Í byrjun ágúst hélt samgönguráðherra til Grænlands ásamt Jónatani Motzfeldt, formanni landsstjórnarinnar, Steffen Ulrich-Lynge, landsstjórnarmanni sem fer með samgöngumál, og embættismönnum.

Farið var frá Reykjavík um morguninn og flogið til Nerlerit Inaat (betur þekkt hér á landi sem Constable Pynt). Flugbrautin í Nerlerit Inaat var á sínum tíma byggð af olíuleitarfyrirtæki og er ákaflega illa staðsett fyrir þorpið sem hún í raun þjónar í dag, þ.e. Ittoqqortoormiut, en á milli flugvallarins og þorpsins þarf að fara í þyrlu.

Tilgangur fararinnar til Ittoqqortoormiut var að kynna fyrir heimamönnum fyrirhugað nýtt flugvallarstæði, en íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja Grænlendingum lið við byggingu vallarins. Vegna þessa eru 15 milljónir á fjárlögum í ár.

Þá var einnig fundað með heimamönnum um hvernig má mögulega ýta undir ferðaþjónustu á svæðinu.

Að loknum hádegisverði í boði heimamanna funduðu Grænlendingarnir um ýmis mál, en við Íslendingarnir fengum fylgdarmann til að ganga með okkur um bæinn. Var m.a. komið við í skólanum og kaupfélaginu, en þess má geta að öll aðföng eru með eindæmum erfið, því höfnin er aðeins opin í sex til átta vikur á ári, frá miðjum júlí og fram í september að meðaltali. Á þessum tíma koma venjulega tvö flutningaskip til bæjarins með vistir fyrir næsta ár. Á bryggjusporðinum er skemma ein mikil, sem geymir allan vetrarforða bæjarbúa.

Seinni part dags var haldið af stað til baka og flogið suður með ströndinni til Kulusuk, en þaðan var þyrluflug til Tasiilaq. Þar var snæddur kvöldverður í boði landsstjórnarinnar og gist á Hótel Ammasalik. Haldið var heim að mogni laugardags.

Íslendingar aðstoða Grænlendinga við byggingu flugvallarEfnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira