Hoppa yfir valmynd
20. september 2013 Utanríkisráðuneytið

Samningalota 16-20. september 2013

Samningalota um aukið frelsi í þjónustuviðskipum (TiSA) var haldin í Genf dagana 16-20. september 2013. Þetta er önnur lotan eftir að yfirlýsing þátttökuríkjanna var gefin út í júní sl. um að samningaviðræður væru formlega hafnar.

Til umræðu í lotunni voru megintexti samningsins ásamt tillögum um fjármálaþjónustu, upplýsinga- og fjarskiptatækni (ICT), för þjónustuveitenda (Mode 4), innlendar reglur (Domestic Regulation) og alþjóðlega sjóflutninga. Í nokkrum tilfellum hafa verið lagðar fram tvær eða fleiri mismunandi drög fyrir sama viðauka og í framhaldinu verður unnið að því að sameina drögin.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum