Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2006 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Nýr formaður Rannsóknarnefndar flugslysa

Hallgrímur A. Viktorsson flugstjóri hefur verið skipaður formaður Rannsóknarnefndar flugslysa. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti Hallgrími skipunarbréf í gær.

Skipan Hallgríms tekur gildi 1. september næstkomandi og gildir til jafnlengdar árið 2009. Frá sama tíma hefur Geirþrúður Alfreðsdóttir flugstjóri að eigin ósk verið leyst frá störfum sem formaður nefndarinnar. Hún er að taka við starfi flugrekstrarstjóra Landhelgisgæslu Íslands og telur hún það ekki samrýmast starfinu sem formaður RNF.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira