Hoppa yfir valmynd
23. júní 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Smitaðir fái viðhlítandi meðferð

Baráttan gegn alnæmi þarf að taka mið af því að koma í veg fyrir smit og að tryggja þeim viðhlítandi meðferð sem smitast. Þetta var kjarninn í ávarpi Berglindar Ásgeirsdóttur, ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu, sem hún flutti fyrir Íslands hönd á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn var helgaður baráttunni gegn alnæmi á grundvelli þúsaldarmarkmiðanna og sérstakri alnæmisyfirlýsingu samtakanna. Einnig tók ráðuneytisstjóri þátt í sérstöku málþingi Ban Ki-moons framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um alþjóðlega heilsuvernd á krepputímum og lagði þar sérstaka áherslu á menntun ljósmæðra, samstarf háskóla og skipulag lyfjamála í þróunarríkjunum.

Sjá nánar: Ræða ráðuneytisstjóra  (pdf skjal 5,82 KB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum