Hoppa yfir valmynd
2. júlí 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Kynnti ráðherrum Mænuskaðastofnun

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, vakti athygli norrænna starfsbræðra sinna á Mænuskaðastofnun Íslands á fundi í vikunni.

Í lok fundar norrænu heilbrigðis- og félagsmálaráðherranna sem haldinn var daganna 29. og 30. júní gerði Ögmundur Jónasson, málefni Mænuskaðastofnunar að umtalsefni. Sagði hann frá baráttu Auðar Guðjónsdóttur við að koma málefnum þeirra sem lent hafa í mænuskaða á framfæri. Greindi ráðherra jafnfram frá hugmynd Auðar um að koma á fót sérstökum norrænum verðlaunum fyrir framlag til á sviði rannsókna og meðferðar á mænusköðuðum. Ráðherra færði svo starfsbræðrum sínum, norrænu heilbrigðisráðherrunum, upplýsingaefni um Mænuskaðastofnun Íslands.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum