Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2005 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Norræna stofnunin um Afríkurannsóknir

Undanfarin ár hefur stofnunin, sem hefur aðsetur í Uppsölum, veitt norrænum fræðimönnum tvenns konar styrki til rannsókna á þróunarmálum í Afríku.

Norræna stofnunin um Afríkurannsóknir

Undanfarin ár hefur stofnunin, sem hefur aðsetur í Uppsölum, veitt norrænum fræðimönnum tvenns konar styrki til rannsókna á þróunarmálum í Afríku. Styrkurinn er ferðastyrkur til og frá Uppsölum í Svíþjóð og húsnæði. Einnig er upphæð sem veitt er fyrir aukakostnað vegna dvalar í Uppsölum.

1. Námsstyrkir við bókasafn stofnunarinnar

Um tvö tímabil er að ræða: janúar - júní og ágúst - desember

Skilyrði: Styrkirnir eru ætlaðir blaðamönnum, höfundum kennslubóka og nemendum á háskólastigi á Norðurlöndum.

Umsóknarfrestur: 1.apríl fyrir tímabilið janúar - júní en 1. október fyrir tímabilið ágúst - desember.

Nánari upplýsingar veitir: Caroline.Kyhlback ([email protected])

Umsóknareyðublöð fást hjá:

Nordiska Afrikainstitutet

P O Box 1703 SE-751 47 UPPSALA

Sweden

Tel: +46 18 56 22 00 Fax: +46 18 56 22 90

http://www.nai.uu.se

Einnig er hægt að ná í umsóknir á rafrænu formi

2. Ferðastyrkir

Skilyrði: Styrkirnir eru ætlaðir til ferða vegna rannsókna eða undirbúnings rannsóknarverkefna í Afríku. Rannsóknarverkefnin eiga að lúta að þróunarmálum, félagsvísindum og skildum fögum s.s. mannfræði, sagnfræði, hagfræði, mannræn landafræði, o.s.frv. Þeir eru hvorki veittir til kynnis- eða námsferða, tungumálanámskeiða, né til að sækja fundi.

Styrkfjárhæð: Heildarstyrkfjárhæð sem úthlutað verður til styrkþega er SEK 1 100 000

Umsóknarfrestur: á árinu 2006 er 15. janúar

Nánari upplýsingar veitir: Ingrid Andersson ([email protected])

Umsóknareyðublöð fást hjá:

Nordiska Afrikainstitutet

P O Box 1703 SE-751 47 UPPSALA,

SWEDEN

Tel: 46 18 56 22 00 Fax: 46 18 56 22 90

http://www.nai.uu.se

Einnig er hægt að ná í umsóknir á rafrænu form.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum