Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

1. fundur nefndar um flutning á málefnum aldraðra til sveitarfélaga

  • Fundarstaður: Velferðarráðuneyti, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, R – Verið 3. hæð.
  • Fundartími:      Mánudagur 21. nóvember 2011, kl. 13:00 – 14:30

Fundarmenn: 

  • Bolli Þór Bollason formaður, skipaður af velferðarráðherra,
  • Hlynur Hreinsson, tiln. af fjármálaráðuneyti,
  • Stefanía Traustadóttir, tiln. af innanríkisráðuneyti
  • Unnar Stefánsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
  • Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, tiln. af Landssambandi eldri borgara
  • Stella K. Víðisdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Eiríkur Björn Björgvinsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Gísli Páll Pálsson, tiln. af Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu
  • Ólafur Þór Gunnarsson, tiln. af samstarfsnefnd um málefni aldraðra
  • Berglind Magnúsdóttir, tiln. af Öldrunarráði Íslands
  • Harpa Ólafsdóttir, tiln. af Eflingu - stéttarfélagi
  • Kristín Á. Guðmundsdóttir, tiln. af SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands
  • Helga Atladóttir, tiln. af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga

Fundarefni

1.      Fundarsetning – kynning nefndarmanna.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Fundarmenn kynntu sig.

2.      Minnisblað formanns um verkefni nefndarinnar.

Lagt var fram minnisblað dags 20.11.2011 ásamt yfirliti yfir helstu verkþætti sem vinna þarf úr við undirbúning yfirfærslunnar. Formaður kynnti minnisblaðið, aðdraganda að stofnun nefndarinnar og hlutverk nefndarinnar. Einnig fór hann yfir helstu verkþætti. Rætt var um tímasetningar verkþátta. Dreift verður á næsta fundi drögum að tímasetningu verkþátta.

3.      Umræður um verkefni og vinnulag nefndarinnar.

Fjörugar umræður urðu undir þessum dagskrárlið og lýstu fundarmenn almennt yfir ánægju með að verkið væri hafið. Fundarmönnum verður sent í rafrænu formi samkomulag og skýrsla um yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Harpa Ólafsdóttir óskaði fært til bókar að hún teldi að innleiðing á þjónustu í formi NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð) ætti að koma til skoðunar við yfirfærslu öldrunarþjónustu frá ríki til sveitarfélaga.

4.      Næsti fundur. 

Næsti fundur ákveðinn föstudaginn 16. desember 2011, kl. 10:30 - 12:00

Fyrsti fundur á nýju ári verður í lok janúar 2012 og stefnt að því að halda reglulega fundi síðasta föstudag í mánuði.

Fundi lauk kl. 14:35

Einar Njálsson ritaði fundargerð

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum