Hoppa yfir valmynd
5. september 2014 Heilbrigðisráðuneytið

Forstjóri nýrrar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands skipaður

Jón Helgi Björnsson
Jón Helgi Björnsson

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Jón Helga Björnsson forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sem tekur til starfa 1. október. Skipunin byggist á mati lögbundinnar nefndar sem mat hæfni umsækjenda. Jón Helgi hefur gegnt embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga frá árinu 2007.

Forstjórar heilbrigðisstofnana eru skipaðir af ráðherra til fimm ára í senn. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu skal þriggja manna nefnd meta hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Hæfnisnefndin mat Jón Helga hæfastan þeirra átta sem sóttu um embættið. Í umsögn hæfnisnefndar er m.a. bent á að Jón Helgi hafi víðtæka reynslu sem stjórnandi í atvinnurekstri og hafi leitt umfangsmiklar skipulagsbreytingar á þeim vettvangi. Í núverandi starfi hafi hann mætt kröfum um hagræðingu og endurskipulag með góðum árangri. Þá kemur fram að hæfnisnefndin hafði áður metið Jón Helga vel hæfan til starfa sem forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.

Nýja stofnunin verður til við sameiningu heilbrigðisstofnananna á Blönduósi, Sauðárkróki, Fjallabyggð, heilsugæslustöðvarnar á Dalvík og Akureyri og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum