Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Stefnumótun fyrir ferðaþjónustuna – vinnustofur um allt land

Hafin er vinna við aðgerðabundna stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi til ársins 2025. Verkefnið er sameiginlegt verkefni Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Sambands Sveitarfélaga, Samtaka ferðaþjónustunnar og Stjórnstöðvar ferðamála.

Opnar vinnustofur
Boðað er til opinnar vinnustofu í tengslum við stefnumótunina. Vinnustofan er opin öllum, og er mikilvægt að fá að borðinu alla hagsmunaaðila í ferðaþjónustunni grasrót, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Á vinnustofunni verða ræddar sviðsmyndir um þróun ferðaþjónustunnar til næstu ára og þær leiðir sem er mikilvægt að fara til að ná framtíðarsýn og leiðarljósi ferðaþjónustunnar um að vera leiðandi í sjálfbærni.

Vinnustofan er um þrjár klukkustundir. Unnið er í hópum að mismunandi meginmálefnum sem varða ávinning heimamanna, upplifun ferðamanna, verðmæta markaði, álagsstýringu og gæði áfangastaða, arðsemi og nýsköpum og loftslagsmál og orkuskipti. 

Vinnustofurnar eru haldnar sem hér segir:

  • Ísafjörður, Edinborgarhúsið – Þriðjudagur 26. nóvember kl. 13-16
  • Borgarnes, B59 Hótel – Fimmtudagur 28. nóvember kl. 13-16
  • Höfn, Hótel Höfn – Föstudagur 29. nóvember kl. 13-16
  • Egilsstaðir, Hótel Hérað – Miðvikudagur 4. desember kl. 15-18
  • Akureyri, menningarhúsið Hof – Fimmtudagur 5. desember kl. 13-16
  • Selfoss, Tryggvaskáli – Föstudagur 6. desember kl. 13-16
  • Reykjavík, Grand Hótel Reykjavík – Þriðjudagur 10. desember kl. 13-16

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum