Hoppa yfir valmynd
29. september 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Atvikanefnd á LSH

Framkvæmdastjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) hefur skipað sérstaka atvikanefnd með það að markmiði að auka öryggi sjúklinga og starfsmanna. Nefndinni er ætlað að fjalla skilmerkilega um afbrigðileg atvik í starfsemi sjúkrahússins sem víkja frá því sem vænst er og viðurkenndum starfsreglum. Samkvæmt erindisbréfi er nefndinni hvorki ætlað að taka afstöðu til afdrifa einstakra sjúklinga né til ábyrgðar einstakra starfsmanna telji hún að meðferð hafi verið ábótavant. Aftur á móti skal hún greina hvernig bæta megi vinnutilhögun á sjúkrahúsinu í ljósi skráðra atvika og afleiðinga hennar. Nefndin skal eiga frumkvæði að skoðun einstakra mála en jafnframt geta forstjóri, framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar óskað eftir því að hún skoði tiltekin málefni. Einnig geta einstakir starsfmenn komið ábendingum til nefndarinnar. Atvikanefnd LSH skal starfa eftir sérstökum reglum um viðbrögð vegna atvika/frávika á LSH sem samþykktar voru af framkvæmdastjórn sjúkrahússins 20. september sl. Reglurnar, ásamt erindisbréfi atvikanefndar eru birtar á heimasíðu LSH á slóðinni: http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/pages/frettir_2933



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum