Hoppa yfir valmynd
8. ágúst 2006 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fundar með utanríkisráðherra Finnlands

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands

FRÉTTATILKYNNING
úr utanríkisráðuneytinu

Nr. 048

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Erkki Tuomioja utanríkisráðherra Finnlands. Fór fundurinn fram í Helsinki og var til hans boðað í tilefni af formennsku Finnlands í Evrópusambandinu. Þá sat utanríkisráðherra kvöldverðarboð utanríkisráðherra Finna í gærkvöldi, en boðið sat einnig Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs.

Á fundinum í dag ræddu ráðherrarnir meðal annars málefni Evrópusambandsins og stöðu mála í Líbanon. Ennfremur gerði Valgerður Sverrisdóttir grein fyrir stöðu varnarmála á Íslandi. Að fundi loknum heimsótti utanríkisráðherra starfsstöðvar Kaupþings Banka í Helsinki. Heimsókn ráðherra til Finnlands lýkur á morgun.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum