Hoppa yfir valmynd
10. mars 2020 Dómsmálaráðuneytið

Starfshópur um styttingu boðunarlista

Dómsmálaráðherra hefur skipað starfhóp sem ætlað er að móta tillögur til úrbóta sem eiga að stytta boðunarlista til afplánunar refsinga.

Þrátt fyrir mikla uppbyggingu og viðbót með tilkomu fangelsisins á Hólmsheiði, fjölgun á opnum rýmum í fangelsum, rýmkun á skilyrðum gagnvart ungum föngum eftir þriðjung refsitíma og aukna áherslu á afplánun utan fangelsa með samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti hafa fangelsin ekki getað sinnt fullnustu allra dæmdra fangelsisrefsinga og vararefsinga. Boðunarlisti í fangelsi hefur verið nokkuð jafn síðustu fjögur ár. Þann 1. janúar 2020 voru 548 einstaklingar á boðunarlista og heildarrefsitími til fullnustu í árum jókst um 35% milli áranna 2018-2019. Afleiðingar þessa eru fyrningar á óskilorðsbundnum dómum en þeim hefur fjölgað talsvert síðustu ár og voru að jafnaði 33 á árunum 2014-2018 en á árinu 2019 fækkaði þeim niður í 16 sem rekja má til sérstaks átaksverkefnis sem Fangelsismálastofnun fór í varðandi samfélagsþjónustu.

Starfshópurinn skal taka saman þær tillögur sem þegar hafa verið lagðar fram, kanna hvernig þessum málum er háttað hjá nágrannaþjóðum okkar og leggja til leiðir til úrbóta, til skemmri og lengri tíma. Starfshópurinn skal skila ráðherra tillögum sínum eigi síðar en 1. júní nnæstkomandi.

Eftirtaldir aðilar skipa starfshópinn:

  • Kristín Einarsdóttir, lögfræðingur og jafnframt formaður,
  • Erla Kristín Árnadóttir, lögfræðingur,
  • Hulda Elsa Björgvinsdóttir, lögfræðingur,
  • Helgi Gunnlaugsson, prófessor og afbrotafræðingur,
  • Erla María Jónsdóttir Tölgyes, afbrotafræðingur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira