Hoppa yfir valmynd
4. mars 2005 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Flugmálastjórn Íslands nýtur trausts 75% þjóðarinnar

Skoðanakönnun sem Gallup gerði nýlega sýnir að landsmenn bera mikið traust til Flugmálastjórnar.

Spurt var í könnuninni "Hversu mikið eða lítið traust berð þú til Flugmálastjórnar". Einungis 1,7% aðspurðra sögðust bera mjög lítið traust til stofnunarinnar, 4,8% sögðust bera lítið traust til hennar en 47,8 prósent sögðust bera frekar mikið traust til stofnunarinnar og 27,% sögðust bera mjög mikið traust til Flugmálastjórnar.

Gallup gerði sambærilega könnun í fyrra, en niðurstaðan í ár er 2,5% betri. Af þeim opinberu stofnunum sem Gallup kannaði nýtur ein stofnun, Háskóli Íslands, meira trausts en Flugmálastjórn. Aðrar stofnanir sem Gallup kannaði eru m.a. Lögreglan, Alþingi, Þjóðkirkjan og Ríkissáttasemjari.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Flugmálastjórnar, www.caa.is.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira