Hoppa yfir valmynd
8. mars 2005 Innviðaráðuneytið

Styrkir til rannsókna sem efla umferðaröryggi

Rannsóknarráð umferðaröryggismála, RANNUM, auglýsir eftir umsóknum um fjármögnun eða styrki til rannsóknarverkefna á sviði umferðaröryggismála.

RANNUM er ætlað að stuðla að hvers konar rannsóknum sem nýta má til að koma í veg fyrir umferðarslys og draga úr afleiðingum slysa. Ráðinu er m.a. ætlað að hvetja til, eiga frumkvæði að, skipuleggja, framkvæma og styðja rannsóknir á sviði umferðaröryggis.

Fjármögnun/styrkir RANNUM geta bæði verið í formi heildarfjármögnunar eða þátttöku í kostnaði við rannsóknarverkefnin.
Umsóknir þurfa að berast á tilskildum eyðublöðum fyrir 1. apríl 2005. Unnt er að nálgast eyðublöðin á vef Vegagerðarinnar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum