Hoppa yfir valmynd
17. október 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Frumkvöðlastarf meðal ungs fólks eflt með samstarfssamningi við Unga frumkvöðla

Petra Bragadóttir, framkvæmdastjóri Ungra frumkvöðla, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, formaður stjórnar Ungra frumkvöðla - JA Iceland við undirritun samningsins. - mynd

Samstarfssamningur milli háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og Ungra frumkvöðla – JA Iceland var nýlega undirritaður af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra, og Petru Bragadóttur, framkvæmdastjóra Ungra frumkvöðla. Samningnum er ætlað að ýta undir nýsköpunar- og frumkvöðlastarf í skólum landsins, en stuðningur ráðuneytisins við starfsemi Ungra frumkvöðla hefur það að markmiði að kveikja áhuga ungmenna um land allt á frumkvöðlastarfsemi og ýta þannig enn frekar undir þá miklu grósku í nýsköpun sem hefur átt sér stað á liðnum árum.

Starfsemi Ungra frumkvöðla - JA Iceland eru frjáls félagasamtök sem styðja við menntun og annað ungmennastarf í því skyni að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina og auka færni þeirra til atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar með því að stuðla að aukinni nýsköpunar-, frumkvöðla- og viðskiptamenntun í skólum. JA Iceland er hluti af alþjóðlegu JA samtökunum sem starfa í 123 löndum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum