Hoppa yfir valmynd
24. júní 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Styrkir til menningarsamstarfs Íslands og Noregs

Norsk stjórnvöld leggja árlega til framlag til norsks-íslensks menningarsamstarfs og er það norska menningarráðið sem fer með úthlutun styrkja og umsóknarferli. Markmið framlagsins er að stuðla að fjölbreyttu menningarsamstarfi Noregs og Íslands. Norskir og íslenskir listamenn og aðilar sem starfa að menningarmálum, menningarstofnanir og samtök geta sótt um styrk.

Alls bárust 48 umsóknir frá Íslandi og Noregi vegna samstarfsverkefna á þessu ári og ákvað samráðshópur norskra og íslenskra stjórnvalda að veita 20 verkefnum styrki, að upphæð um 23,3 milljónir kr.

Upplýsingar um styrkúthlutanir þessa árs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum