Hoppa yfir valmynd
22. desember 2011 Innviðaráðuneytið

Jöfnunarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skert hjá tekjuháum sveitarfélögum

Innanríkisráðherra hefur samþykkt breytingu á reglugerð nr. 960/2010 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þess efnis að jöfnunarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til þeirra sveitarfélaga sem eru með mögulegar heildarskatttekjur 50% umfram landsmeðaltal verði skert um 50% á árinu 2012.

Vinnuhópur hefur frá árinu 2010 unnið að þróun útgjaldamælingarkerfis sem ætlað er að endurspegla sem best útgjaldaþarfir sveitarfélaga vegna lögbundinna og venjubundinna verkefna. Hópurinn lagði til við innanríkisráðherra og ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs að jöfnunarframlög úr sjóðnum til þeirra sveitarfélaga sem eru með þetta háar tekjur umfram landsmeðaltal verði skert um 50% á árinu 2012. Frá og með 1. janúar 2013 falli jöfnunarframlög til þeirra niður. Breytingarnar hafa áhrif á útgjaldajöfnunarframlög, framlög tengd yfirfærslu grunnskólans og fasteignaskattsframlög sjóðsins. 

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti tillögu vinnuhópsins á fundi sínum 14. desember sl. og hefur ráðherra í kjölfarið undirritað breytingu á reglugerð 960/2010, sem tekur mið að framangreindum breytingum. Tekur reglugerðin gildi 1. janúar 2012.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum