Hoppa yfir valmynd
13. maí 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Stuðningur við samstarfsverkefni Norðanáttar – Hringrás nýsköpunar á Norðurlandi

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ásamt fulltrúum frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, Eimi og Norðurátt. - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, undirritaði í dag samstarfsyfirlýsingu um verkefni sem styður við nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið í tengslum við sóknaráætlanir sveitarfélaga.

Með undirritun sinni lýsa umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytið, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Eimur þeim vilja sínum að  stuðla, í gegnum Norðanátt, sameiginlega að nýsköpun á Norðurlandi með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið.

Samstarfsverkefnið Norðanátt er nýsköpunarhreyfing sem miðar að því að skapa kraftmikið umhverfi á Norðurlandi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Norðanátt vinnur þvert á helstu stofnanir samfélagsins og sækir styrk sinn til sveitarfélaga, atvinnulífsins, frumkvöðla og öflugs stuðningsumhverfis frumkvöðla á höfuðborgarsvæðinu.

Ráðuneytið mun styrkja verkefnið um 20 milljónir króna. 

„Loftslagsmálin eru ein stærsta áskorun sem Ísland og heimurinn allur stendur frammi fyrir. Hringrásarhagkerfið er mikilvægur liður í lausn á þeim vanda og skiptir nýsköpun, þátttaka samfélags og atvinnulífs miklu máli. Þar má enginn verða útundan og mikilvægt að allir landshlutar taki þátt. Þessvegna er ánægjulegt að vera með í þessu góða samstarfi,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra.  


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum