Hoppa yfir valmynd
2. október 2023 Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 87/2023 Úrskurður 2. október 2023

Mál nr. 87/2023                    Aðlögun kenninafns: Barteksdóttir

Hinn 2. október 2023 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 82/2023.

Með bréfi Þjóðskrár Íslands, dags. 27. ágúst 2023, var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni yy og xx um að kenna dóttur sína við föður sinn, Bartosz, og nafnið jafnframt lagað að íslensku máli. Óskuðu þau þess að kenninafn hennar verði skráð í þjóðskrá Barteksdóttir.

Mannanafnanefnd getur á grundvelli 4. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn aðlagað eiginnafn foreldris að íslensku máli þannig að barn geti borið það sem kenninafn. Umsækjandi óskar aftur á móti ekki eftir því að eiginnafn föður, Bartosz, verði aðlagað að íslensku heldur að kenninafn barnsins verði myndað af öðru nafni, Bartek. Er ekki heimild fyrir því í lögum um mannanöfn og beiðninni því hafnað.

Úrskurðarorð:

Beiðni um föðurkenninguna Barteksdóttir er hafnað.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum