Hoppa yfir valmynd
9. desember 2009 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Óskað umsagna um breytingar á reglugerð um tilkynningarskyldu flugslysa

Drög að breytingu á reglugerð nr. 53/2006 um tilkynningarskyldu flugslysa, alvarlegra flugatvika og atvika eru nú til umsagnar hér á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Þess er óskað að athugasemdir berist eigi síðar en 23. desember.

Með breytingunni á reglugerð nr. 53/2006 um tilkynningarskyldu flugslysa, alvarlegra flugatvika og atvika eru innleiddar í íslenskan rétt tvær EB reglugerðir. Annars vegar reglugerð nr. 1321/2007 um reglur um framkvæmd skráningar upplýsinga um atvik í almenningsflugi, sem skiptst er á í samræmi við tilskipun 2003/42/EB, í miðlægt gagnasafn og hins vegar reglugerð nr. 1330/2007 um reglur um framkvæmd miðlunar upplýsinga til hagsmunaaðila um atvik í almenningsflugi sem um getur í 2. mgr. 7. gr. tilskipunar 2003/42/EB. Í báðum felst því nánari útfærsla á tilskipun 2003/42/EB um tilkynningu atvika í almenningsflug.

Í rg. 1321/2007(EB) er mælt fyrir um ráðstafanir varðandi skráningu upplýsinga er varða öryggi í almenningsflugi í miðlægt gagnasafn í samræmi við tilskipun 2003/42/EB. Í hinu miðlæga gagnasafni verður að finna upplýsingar sem ríkin skiptast á með það eitt að markmiði að koma í veg fyrir flugslys og flugatvik. Allar upplýsingar sem geymdar eru í landsbundnum gagnagrunnum verða einnig geymdar í hinu miðlæga gagnasafni.

Í Rg. 1330/2007(EB) er svo mælt fyrir um ráðstafanir tengdar því hvernig miðla skuli upplýsingum um atvik, sem aðildarríkin skiptast á, til hagsmunaaðila. Er slíkt gert með það að markmiði að veita hagsmunaaðilum upplýsingar sem þeir þarfnast til að auka öryggi í almenningsflugi. Í reglugerðinni er meðal annars fjallað um hverjir teljist hagsmunaaðilar og geti óskað eftir upplýsingum og til hvaða atriða skuli líta þegar umsóknir um upplýsingar eru metnar.

Athugasemdir við drögin óskast sendar ráðuneytinu eigi síðar en 23. desember á netfangið [email protected].

Sjá drög að breytingu á reglugerð nr. 53/2006 um tilkynningarskyldu flugslysa, alvarlegra flugatvika og atvika

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira