Hoppa yfir valmynd
8. janúar 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

13. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Fundarheiti og nr. fundar:
13. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti

Staður og stund: Velferðarráðueytið 08. janúar kl. 14.30 -16.15

Málsnúmer: VEL12100264

Mætt: Hannes G. Sigurðsson (HGS,  SA), Georg Brynjarsson (GB, BHM), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), Oddur S. Jakobsson (OSJ, KÍ), Sverrir Jónsson (SJ, FJR) Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður aðgerðahóps (AKÁ) og Rósa G. Erlingsdóttir (RGE) starfsmaður aðgerðahóps.

Gestir á fundinum: Rán Ingvarsdóttir lögfræðingur (velferðarráðuneyti), Svanhildur Kr. Sverrisdóttir (Menntamálaráðuneyti), Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra.

Forföll boðuðu: Benedikt Valsson (BV,Svf )

Fundarritari: Rósa G. Erlingsdóttir

Dagskrá:

1.            Fundargerð 11. og 12. fundar lögð fram til samþykktar

Fundargerðir samþykktar.

2.            Umræður um breytingar á reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðlsins ÍST-85:2012

Lögð var fyrir fundinn ný útgáfa reglugerðar um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana. Breytingar voru gerðar á fyrri útgáfu til að koma til móts við athugasemdir sem borist höfðu frá fulltrúum í aðgerðahópi og sérfræðingum stjórnarráðsins. Reynt var að einfalda reglugerð og samræma öðrum lögum / reglum sem gilda um vottun og faggildingu. Nokkur umræða var um einstakar greinar reglugerðarinnar og voru fundarmenn hvattir til að senda inn skriflegar athugasemdir í þessari viku. Reglugerðardrög fara að því loknu í formlegt umsagnarferli.

3.            Vinnu- og áfangaskýrsla aðgerðahóps um launajafnrétti 2013 ásamt verkefnayfirliti 2014. Umræða um verkefni um gerð framkvæmdaáætlunar um uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar.

Lögð var fyrir aðgerðahópinn vinnu- og áfangaskýrsla fyrir 2012-2013. Hún hefur að geyma samantekt um nýlegar launarannsóknir og –kannanir sem og umfjöllun um norrænt samstarf og fyrirmyndir að verkefnum. Þá er annars vegar fjallað um þau verkefni sem nú eru í vinnslu og hins vegar þau sem fram undan eru. Skýrslan hefur verið send ráðherra. Hún verður aðgengileg á upplýsingavef aðgerðahóps um launajafnrétti þegar brugðist hefur verið við athugasemdum fulltrúa í hópnum. 

Rætt var sérstaklega um verkefnayfirlit fyrir árið 2014. Í upphafi ársins verður m.a. ráðist í verkefnið um gerð langtíma framkvæmdaáæltunar um uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar. Ákveðið var að hópurinn hefji vinnuna með vitunarvakningu, boði til tveggja opinna morgunverðarfunda og eigi þannig frumkvæði að umræðu um kynjaskiptingu starfa, kynbundið námsval og afleiðingar þessa fyrir kynjajafnrétti. Einnig var rætt um rannsóknir á sviði jafnlauna- og vinnumarkaðsmála sem ráðgert er að ráðast í árið 2014. Annars vegar er stefnt að framkvæmd launarannsókn sem næði bæði til almenna og opinbera hluta vinnumarkaðarins enda er það markmið hópsins að bæta gæði launarannsókna og rætt hefur verið að ráðast eigi í stóra launarannsókn sem fjármögnuð verði af þeim aðilum sem að samstarfinu koma. Hins vegar er áhugi á því að framkvæmd verði heildstæð vinnumarkaðsrannsókn að norrænni fyrirmynd. Samþykkt var að skipa minni vinnuhóp fyrir undirbúning rannsókna.

4.            Samræður við Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra um jafnréttis- og jafnlaunamál og verkefni aðgerðahópsins

Eygló Harðardóttir mætti á fundinn og ræddi við fundarmenn um verkefni aðgerðahóps um launajafnrétti. Rætt var sérstaklega um verkefnið um uppbrot kynskipts vinnumarkaðar og lagði ráðherra áherslu á að verkefninu yrði beint bæði að karla- og kvennastörfum. Í því samhengi var rætt um tillögur starfshóps um karla og jafnrétti sem skilaði af sér skýrslu á síðasta ári og fyrirhugaða morgunverðarfundi.

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur ákveðinn 5. febrúar kl. 14.30-16.15         

Rósa G.Erlingsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum