Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2023 Matvælaráðuneytið

Niðurstöður Auðlindarinnar okkar kynntar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnir niðurstöður verkefnisins Auðlindin okkar. - myndSigurjón Ragnar

Lokaniðurstöður starfshópa Auðlindarinnar okkar voru kynntar nú í hádeginu og var kynningunni streymt. Skýrslan Auðlindin okkar – sjálfbær sjávarútvegur var gefin út á sama tíma.

Vinnan sem unnin hefur verið með Auðlindinni okkar er mikilvægt skref til að skapa skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg. Hagsmunir almennings eru settir í forgrunn og endurspeglast til dæmis í sterkum umhverfisáherslum og tillögum um aukið gagnsæi og hækkun veiðigjalda í samræmi við fjármálaáætlun“, segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.

Niðurstöður starfshópanna eru settar fram á grunni þriggja stoða sjálfbærrar þróunar, umhverfi, efnahag og samfélagi.

Í skýrslunni eru sett fram drög að stefnu um sjávarútveg, greining á niðurstöðum könnunar um viðhorf Íslendinga til sjávarútvegs birt og mat á þjóðhagslegum ávinningi fiskveiðistjórnunarkerfisins sett fram. Á grundvelli tillagna starfshópanna er sett fram tillaga að aðgerðaáætlun, þar sem lýst er markmiðum aðgerða, ábyrgðaraðila og tímamörkum.

Einnig er í skýrslunni umfjöllun um vísbendingar um byggðafestuáhrif sjávarútvegs sem Sveinn Agnarson og Vífill Karlsson unnu fyrir matvælaráðuneytið ásamt umfjöllun um tilraun með leigu aflahlutdeildar á markaði eftir Daða Má Kristófersson og Gunnar Tryggvason. Þá er þar einnig að finna vangaveltur nokkurra einstaklinga um sáttina um sjávarútveg.

Skýrslan hefur verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Hægt er að senda inn umsagnir eða ábendingar til og með 26. september nk.

Innsendar umsagnir og athugasemdir verða hafðar til hliðsjónar við vinnslu frumvarps til heildarlaga um nýtingu og stjórnun nytjastofna sjávar sem áformað er að verði lagt fram á Alþingi vorið 2024. Kynning skýrslu starfshópanna og þeirra tillagna sem þar eru fram settar marka því ekki endalok vinnunnar, heldur upphaf að frekari umræðu og vinnu um málefnið svo sem í gegnum samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu og samráðsgátt stjórnvalda.

Skýrsluna má nálgast hér og streymi frá kynningu hér.


  • Niðurstöður Auðlindarinnar okkar kynntar - mynd úr myndasafni númer 1
  • Niðurstöður Auðlindarinnar okkar kynntar - mynd úr myndasafni númer 2
  • Niðurstöður Auðlindarinnar okkar kynntar - mynd úr myndasafni númer 3
  • Niðurstöður Auðlindarinnar okkar kynntar - mynd úr myndasafni númer 4
  • Niðurstöður Auðlindarinnar okkar kynntar - mynd úr myndasafni númer 5
  • Niðurstöður Auðlindarinnar okkar kynntar - mynd úr myndasafni númer 6
  • Niðurstöður Auðlindarinnar okkar kynntar - mynd úr myndasafni númer 7
  • Niðurstöður Auðlindarinnar okkar kynntar - mynd úr myndasafni númer 8
  • Niðurstöður Auðlindarinnar okkar kynntar - mynd úr myndasafni númer 9
  • Niðurstöður Auðlindarinnar okkar kynntar - mynd úr myndasafni númer 10
  • Niðurstöður Auðlindarinnar okkar kynntar - mynd úr myndasafni númer 11

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum