Hoppa yfir valmynd
6. júní 2012 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Verklagsreglur varðandi viðbætur á staðalista

Samkvæmt nýju reglunum mun Fjarskiptasjóður senda tillögur til Símans á  þriggja mánaða fresti um viðbætur á listann. Viðmiðunardagsetningar fyrir uppfærslu á listanum verða 1. mars, 1. júní, 1. september og 1. desember ár hvert.

Síminn skuldbindur sig til að svara fyrirspurnum frá Fjarskiptasjóði varðandi viðbætur á staðalista innan tveggja vikna frá því þær berast, þ.e. hvort þær falli innan ramma verkefnisins og hvaða tækni verði í boði. Ef um vafa er að ræða varðandi einhverja bæi skal kallað til fundar og það rætt sérstaklega. Að öðru leyti, við allar venjulegar kringumstæður þar sem viðbætur falla án efa undir verkefnið, setur Síminn af stað sitt ferli, þ.e. að hafa samband við viðkomandi, selja tengingu, setja upp búnað og tengja, og tengir viðkomandi bæ innan mánaðar frá skoðun.

Ef upp koma tilvik þar sem Fjarskiptasjóður vill senda inn breyttan staðalista á öðrum tímum á tilgreindum dagsetningum, skal það rætt sérstaklega

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira