Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2014 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Markaðssvæði netþjónustu á Íslandi stækkar umtalsvert

Samningur fjarskiptasjóðs og Símans hf. um netþjónustu rennur út 1. mars n.k. og er því ekki lengur tekið við nýjum pöntunum á grundvelli samningsins. Til marks um árangurinn af verkefninu mun notendum sem tengjast með 3G eða ADSL í kjölfarið standa til boða netþjónusta á sömu kjörum og öðrum notendum á Íslandi.

Þessi tímamótastækkun markaðssvæðis netþjónustu nær til um 1.700 heimila og vinnustaða um allt land. Unnið er að því jafnframt að tryggja notendum gervihnattartenginga og annarra sérlausna í verkefninu áframhaldandi netþjónustu. Er niðurstöðu þeirrar vinnu að vænta innan tíðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum