Hoppa yfir valmynd
9. desember 2021

Heimsókn til söluskrifstofu Marel á Indlandi

Guðni Bragason, sendiherra, heimsótti söluskrifstofu Marel á Indlandi - mynd

Guðni Bragason sendiherra á Indland heimsótti skrifstofur Marel India Pvt Ltd, 23. nóvember 2021 í Bangaluru, helstu nýsköpunarborg Indlands. Marel India er söluskrifstofa fyrirtækisins fyrir Indland og nágrannaríki, Sri Lanka, Bangla Desh og Nepal, en sendiráðið í Nýju-Delhí er með fyrirsvar gagnvart þeim. Fyrirtækið starfar í 30 löndum með um 6000 starfsmenn. Sendiherra heimsótti einnig fyrirtækið Reply Seafood, sem flytur inn íslenskt sjávarfang til Indlands. Jose Martin Xaviers, yfirmaður Marel India, og Siddarth Swaminathan, forstjóri Reply Seafood, buðu ýmsum viðskiptaaðilum í borginni til kvöldverðar, til að ræða íslenska-indverska viðskiptamöguleika. Að loknu ávarpi sendiherra kynnti Rahul Chongtham viðskiptafulltrúi áherslur á grænar lausnir og nýsköpun í viðskiptum og ferðamennsku. Á fundinum var einkanlega til umræðu ýmis konar nýsköpun í sjávarútvegi, svo sem líftæknivörur, heilsuvörur, vörur úr roði, olíu og fullnýting afla, auk drykkjarvara. Auk þess var rætt um Carbfix og CRI við stálframleiðanda og Sjávarútvegsklasann.

Bangalore er höfuðborg Karnataka-fylkis, sem áður var furstadæmið Mysore, en þar er ríkisstjórnarflokkurinn BJP við völd undir forystu Basawaraj Bommai síðan í júlí 2021. Íbúar eru tæplega 70 milljónir og 84% hindúar.

  • Guðni Bragason, sendiherra, í heimsókn hjá Reply Seafood  - mynd
  • Frá vinnukvöldverði með viðskiptaaðillum í Bangaluru - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum