Hoppa yfir valmynd
19. maí 2004 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fordæmir árásir Ísraelshers

Nr. 022

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, fordæmir árásir Ísraelshers á menn og mannvirki á Gaza-svæðinu, einkum dráp og limlestingar á óbreyttum borgurum, þ.m.t. börnum, og eyðileggingu á heimilum þúsunda Palestínumanna. Þar sem Gaza-svæðið er hernumið í andstöðu við ítrekaðar ályktanir öryggisráðs S.þ. þá eru slíkar aðgerðir ótvírætt brot á alþjóðalögum. Með slíku atferli verður vítahringur ofbeldisverka ekki rofinn.

Íslensk stjórnvöld fagna áformum forsætisráðherra Ísraels um að leggja niður landtökubyggðir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu og hvetja sem fyrr til þess að Ísraelsmenn hverfi frá öllum hernumdu svæðunum um leið og öryggi Ísraelsríkis verði tryggt. Miklu skiptir að samfélag þjóðanna styðji áframhaldandi starf Fjóreykisins og framkvæmd Vegvísisins og stuðli þar með að varanlegum friði fyrir botni Miðjarðarhafs.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum