Hoppa yfir valmynd
23. mars 2011 Matvælaráðuneytið

Fyrsta frumlyfið sem þróað hefur verið á Íslandi er unnið úr þorskalýsi

Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag
Hækkandi sól - Ein góð frétt á dag

Íslenska sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals (LP) vinnur að þróun lyfs gegn hægðatregðu í samvinnu við Lýsi hf. Lyfið er í formi endaþarmsstíla en grunnhráefnið í lyfinu er íslenskt þorskalýsi. Upprunalegi tilgangurinn var að meðhöndla gyllinæð og aðra bólgusjúkdóma í endaþarmi. Við prófanir reyndist stíllinn, nokkuð óvænt hafa hægðalosandi áhrif og því var ákveðið að rannsaka það frekar.

Markmið fyrirtækisins er að þróa, skrá og markaðssetja, bæði hér á landi og erlendis, fyrsta frumlyfið sem þróað hefur verið á Íslandi. Vonast er til að lyfið komist á markað hérlendis 2013. Lyfjaþróun er almennt mjög dýr en fyrirtækið hefur reynt að þróa lyfið með sem minnstu tilkostnaði með því að nýta þá þekkingu sem til staðar er hér á landi hjá Lýsi hf., háskólanum og sjúkrahúsum. Fleiri hugmyndir eru um vinnslu lyfja og skyldra vara úr þorskalýsi hjá fyrirtækinu, en þróun á græðandi smyrsli er þegar hafin. 

LP er sprottið upp úr samvinnu starfsmanna Háskóla Íslands og Landsspítalans, en rannsóknarvinna hófst fyrir sjö árum. Fyrirtækið er staðsett í Kvosinni Lækjargötu, sem er eitt af frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hjá fyrirtækinu starfa þrír í hlutastarfi en fleiri koma að verkefninu. Lýsi hf. er stór hluthafi í fyrirtækinu, en Tækniþróunarsjóður og AVS, rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, hafa einnig stutt verkefnið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum