Hoppa yfir valmynd
22. júní 2012 Innviðaráðuneytið

Ný reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2012

Innanríkisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um  framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2012.

Reglugerðin er sett á grundvelli 13. gr. a. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 með síðari breytingum. Reglugerðin sem er nr. 510/2012 öðlaðist gildi 5. júní sl. Þá féll úr gildi reglugerð, nr. 1066/2010, um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2011.

Helstu breytingar sem koma fram í nýrri  reglugerð eru að útgjaldaþörf þjónustusvæða og einstakra sveitarfélaga tekur ekki eingöngu  mið að framreiknuðum rekstrarkostnaði ársins 2010. Í 3. gr. reglugerðarinnar kemur fram að jafnframt er stuðst við mælingu á útgjaldaþörf skv. greiningu á fylgni flokka stuðningsþarfar (SIS mats) og kostnaðar á einstakling árið 2010, mat á útgjaldaþörf vegna biðlista og hlutfallslega skiptingu áætlaðs útsvarsstofns sveitarfélaga.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum