Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2021

Sendiherra Íslands afhendir trúnaðarbréf í Portúgal

Unnur Orradóttir Ramette sendiherra ásamt forseta Portúgal, Marcelo Rebelo de Sousa - myndRui Ochoa / Presidência da República

Unnur Orradóttir Ramette sendiherra í París afhenti Marcelo Rebelo de Sousa, forseta Portúgals, trúnaðarbréf sitt í dag, 12. apríl við hátíðlega athöfn, þrátt fyrir strangar sóttvarnaraðgerðir. Portúgal fer nú með formennsku í ESB og leggur þar m.a. áherslu á málefni hafsins.

Portúgal reiðir sig á ferðamennsku og var næstvinsælasti áfangastaður Íslendinga árið 2019. Sama ár námu utanríkisviðskipti landanna 16,9 milljörðum króna og réði saltfiskútflutningur þar mestu.

Portúgal fær aðstoð úr Uppbyggingarsjóði EES og er mikill áhugi á Íslandi á þátttöku í tvíhliða verkefnum á vegum sjóðsins á fjölbreyttu sviði.

Í því sambandi má benda á rafrænt fyrirtækjastefnumót um bláa hagkerfið 15. apríl þar sem færi gefst á að ræða mögulega styrkhæf samstarfsverkefni á milli landanna tengdum sjávarútvegi. Hægt er að skrá þátttöku til 14. apríl. Sjá Heimstorg Íslandsstofu .

  • Unnur Orradóttir Ramette og Marcelo Rebelo de Sousa - mynd
  • Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra, ásamt forseta Portúgal, Marcelo Rebelo de Sousa, Eurica Brilhante Dias aðstoðarutanríkisráðherra, sendiherra Kenía og Jórdaníu. - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum