Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Eingreiðslur til elli-og örorkulífeyrisþega

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur gefið út reglugerð um eingreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega til greiðslu 1. desember nk. Reglugerðin er sett í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar þann 18. nóvember um að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fengju eingreiðslu þá sem aðilar vinnumarkaðarins sömdu um sín í milli fyrir stuttu. Greiðslan reiknast sem álag á tekjutryggingu frá Tryggingastofnun ríkisins og er framkvæmdin í samræmi við tillögur stofnunarinnar. Um 35 þúsund elli-og örorkulífeyrisþegar fá eingreiðslu í hlutfalli við greiðslur sem þeir hafa fengið frá TR. Kostnaðurinn við greiðslur til hópsins eru rúmar 700 milljónir króna.

Sjá nánar: Reglugerð um eingreiðslur (pdf skjal 70 Kb)

 

 Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira