Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Frestað að fella niður bætur að fullu – reglugerð tekin aftur

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að taka aftur reglugerð nr. 916/2005. Ákvörðun ráðherra þýðir að það að fella niður bætur og innheimta að fullu ofgreiddar bætur er frestað þar til fyrir liggur niðurstaða af vinnu starfshóps sem ráðherra hefur ákveðið að setja niður og hefur það hlutverk að fara yfir málið í heild sinni. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn setji fram tillögur til breytinga á eftirlitsþætti Tryggingastofnunar ríkisins, endurreikningi og niðurfellingu bóta. Í nefndinni verða skipaðir fulltrúar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Tryggingastofnunar ríkisins og Ríkisskattstjóra. Einnig verður haft samráð við samtök öryrkja og aldraðra.

 Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira