Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2020 Dómsmálaráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Mat FATF og skráning raunverulegra eigenda

Vinnuhópur á vegum FATF telur framgang verkefna sem lúta að því að koma Íslandi af svokölluðum gráum lista FATF í samræmi við þær yfirlýsingar sem gefnar voru við síðustu athugun í október síðastliðnum.

Vinnuhópurinn hvetur stjórnvöld til að vinna áfram að því að ljúka þeim þáttum sem út af standa.  Meðal þess sem nú er í vinnslu er skráning raunverulegra eigenda félaga. Ástæða er til þess að hvetja félög og fyrirtæki að ljúka slíkri skráningu hið fyrsta. Leiðbeiningar eru á síðu ríkisskattstjóra

Vinna við upplýsingakerfi á skrifstofu fjármálagreininga hjá lögreglu er á áætlun og stefnt er að því að kerfið verði tekið í notkun í vor. Stjórnvöld vonast til þess að á júnífundi FATF verði ákveðið að senda úttektarteymi til Íslands og að sú úttekt leiði til endurskoðunar á stöðu Íslands í haust.

FATF leggur trúnaðarskyldu á vinnuskýrslur sínar, en yfirlýsingu FATF vegna skýrslu vinnuhópsins má lesa á heimasíðu FATF.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum