Hoppa yfir valmynd
15. mars 2005 Innviðaráðuneytið

Afmælissýning Flugmálastjórnar í Tjarnsal Ráðhúss Reykjavíkur

Í dag eru 60 ár síðan Flugmálastjórn Íslands hóf starfsemi sína, 15. mars 1945. Í tilefni afmælissins verður afmælissýning í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

Sýningin opnar á morgunn, miðvikudaginn 16. mars og stendur til og með 23. mars. Sýningin er opin frá kl. 12 til kl. 19 alla dagana.

Á sýningunni eru sýndar svipmyndir úr sögu Flugmálastjórnar, sem er órjúfanlegur þáttur íslenskrar flugsögu. Sýnt verður mikið safn bæði gamalla og nýrra ljósmynda og kvikmynda, m.a. fágæt kvikmynd af því þegar Bretar afhentu Íslendingum Reykjavíkurflugvöll árið 1946. Þá verða sýningargestir fræddir um stjórnun flugumferðar á íslenska flugstjórnarsvæðinu.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Flugmálastjórnar, www.caa.is

Sjá einnig grein samgönguráðherra sem birtist í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann minnist tímamótanna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum