Hoppa yfir valmynd
13. desember 2023

Starf sérfræðings við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn

Sendiráðið leitar að metnaðarfullum sérfræðingi í 100% starf. Um er að ræða staðarráðinn starfsmann og starfið fellur ekki undir flutningsskyldu skv. lögum um utanríkisþjónustu Íslands nr. 39/1971. Staðarráðnir starfsmenn í sendiráðinu eiga lögheimili í Danmörku og eru starfsmenn á dönskum vinnumarkaði.

Um starfskjör þeirra gildir því dönsk vinnulöggjöf og staðlaður ráðningarsamningur sem byggist á dönsku vinnumarkaðsumhverfi.

Sendiráðið fer með tvíhliða samskipti Íslands við Danmörku og er auk þess sendiráð gagnvart Ástralíu og Tyrklandi. Sendiráðið vinnur náið með utanríkisráðuneytinu í Reykjavík, og eftir atvikum öðrum sendiráðum, opinberum stofnunum á Íslandi og kjörræðismönnum Íslands. Samskipti eru við opinberar stofnanir í Danmörku og öðrum umdæmislöndum sendiráðsins.

Helstu verkefni:

Sinnir  borgaraþjónustu sendiráðsins, en undir hana falla aðstoðarmál við íslenska ríkisborgara. 
Sinnir greiningum og samantektum um samfélags- og stjórnmál í umdæmisríkjum sendiráðsins og tengslamyndun þar að lútandi.

Annast samskipti við önnur sendiráð í Kaupmannahöfn vegna borgaraþjónustu og samstarfs í neyðartilvikum. 
Annast samskipti við kjörræðismenn í Danmörku og öðrum umdæmislöndum sendiráðsins. 
Hefur yfirumsjón með utankjörfundaratkvæðagreiðslum. 
Sér um uppfærslu á heimasíðu sendiráðsins, innri vef og samskiptamiðlum.  
Tekur þátt í undirbúningi og frágangi funda/viðburða í sendiráðinu og sendiráðsbústað. 
Önnur tilfallandi verkefni skv. ákvörðun sendiherra. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af skrifstofu- og þjónustustörfum. 
Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
Þekking og/eða reynsla af störfum í utanríkisþjónustu er æskileg.
Mjög gott vald á íslensku og dönsku í ræðu og riti, ásamt góðri enskukunnáttu.
Mjög góð tölvu- og ritvinnslukunnátta s.s. Word, Excel og Power Point.
Staðgóð þekking á stofnunum, menningu og samfélagi Danmerkur og Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum