Hoppa yfir valmynd
5. maí 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Tillögur umafnám vasapeningakerfis á hjúkrunarheimilum

Hugmyndir um breytt greiðslufyrirkomulag fólks vegna búsetu á dvalar- og hjúkrunarheimilum sem miða að því að leggja niður svokallað vasapeningakerfi og auka sjálfræði aldraðra liggja að mestu fyrir. Stefnt er að tilraunaverkefni um innleiðingu breytinganna. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra sagði frá þessu á fundi Landssambands eldri borgara í dag.

Byggt er á því að einstaklingar greiði milliliðalaust fyrir alla þjónustu sem þeir fá á hjúkrunarheimilum, að undanskilinni heilbrigðisþjónustu og annarri umönnun. Greiðslufyrirkomulagið yrði þannig tvíþætt, þar sem annars vegar væru daggjöld ríkisins vegna heilbrigðisþjónustu og umönnun en einstaklingarnir myndi greiða fyrir almenna framfærslu að öðru leyti. Að auki er svo gert ráð fyrir húsaleigukostnaði sem tæki mið af stærð og gæðum húsnæðisins en einnig af tekju- og eignastöðu viðkomandi. Samkvæmt þessum hugmyndum er gert ráð fyrir að fólk geti átt rétt á húsaleigubótum, rétt eins og gildir á almennum leigumarkaði.

„Ég bind vonir við að hægt verði að taka upp breytt kerfi áður en langt um líður en til umræðu er að prófa það fyrst sem tilraunaverkefni í ljósi þess að þetta er umtalsverð breyting sem þarf að vanda vel til“ sagði félags- og húsnæðismálaráðherra í ávarpi sínu á landsfundi Landssambands eldri borgara sem nú stendur yfir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum