Hoppa yfir valmynd
8. maí 2000 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Úboð sjúkraflugs ofl.

Komið hefur fram að Flugfélag Íslands hyggist fljótlega hætta öllu flugi út frá Akureyri vegna þess að starfsemin stendur ekki undir sér fjárhagslega.

Komið hefur fram að Flugfélag Íslands hyggist fljótlega hætta öllu flugi út frá Akureyri vegna þess að starfsemin stendur ekki undir sér fjárhagslega. Jafnframt hefur komið fram að Íslandsflug er þegar hætt flugi milli Siglufjarðar og Sauðárkróks og þá væntanlega af sömu ástæðu. Einnig ber að nefna að heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að bjóða út sjúkraflug á landbyggðinni.

Ráðuneytið telur að varla verði nú hjá því komist að bjóða út eftirtalda leggi í áætlunarflugi innanlands:

a. Akureyri - Þórshöfn - Vopnafjörður - Akureyri
b. Akureyri - Ísafjörður - Akureyri
c. Akureyri - Egilsstaðir - Akureyri
d. Akureyri - Grímsey - Akureyri*
e. Akureyri - Siglufjörður - Akureyri eða Sauðárkrókur - Siglufjörður - Sauðárkrókur
f. Ísafjörður - Bíldudalur - Ísafjörður
* Grímsey hefur þegar verið boðin út og tilboð opnuð, en í samráði við FÍ sem var lægstbjóðandi hefur frekari ákvörðunum verið frestað.

Þriðjudaginn 2. maí munu væntanlega hefjast viðræður milli heilbrigðisráðuneytisins, samgönguráðuneytisins, Flugmálastjórnar, Tryggingastofnunar og Ríkiskaupa um möguleika þess að bjóða út saman sjúkraflug og áætlunarflug. Reynt verður að hafa sem best samráð við hagsmunaaðila í heilsugæslu og flugi. Gert er ráð fyrir að niðurstaða fáist á hálfum mánuði hvort samstarf ráðuneytanna á þessum vettvangi sé á annað borð mögulegt. Ef sú er raunin má gera ráð fyrir að hægt sé að bjóða út þetta flug innan eins til tveggja mánaða. Mörgum spurningum er ósvarað og þá m.a. hvaða sérstaka útboðsleið sé líklegust til árangurs. Er t.d. hagkvæmt að bjóða út allan pakkann í einu lagi eða er rétt að skipta honum upp í einingar?

Ekki er gert ráð fyrir útboði á EES-svæðinu heldur aðeins hér á landi. Er það vegna þess að hér er verið að bjóða út bæði sjúkra- og áætlunarflug saman. Líklegur samningstími er tvö ár og að þeim reynslutíma liðnum væri sennilega mögulegt að bjóða þetta flug allt út á EES-svæðinu. Tekið er hér fram að líklegar breytingar í öðrum samgöngum geta valdið því að styrktu flugi verði hætt innan einhverra ára á suma þessa staði.

Engin leið er hér að áætla með neinni vissu heildarkostnað vegna þessa útboðs ef allt flugið er tekið saman. Til þess eru óvissuþættirnir enn of margir. Ekki er þó ólíklegt að þessi kostnaður muni hlaupa á mörgum tugum milljóna króna.

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var samþykkt að fjalla um alla framangreinda leggi þegar útboð er skipulagt.

Kveðja, Jakob Falur.
_______________________
Jakob Falur Garðarsson
aðstoðarmaður ráðherra.
Sími: 560 9630
GSM 862 4272

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira