Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2015 Forsætisráðuneytið

19. fundur stjórnarskrárnefndar

Dagskrá

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Vinnuáætlun nefndarinnar
  3. Áframhaldandi umræða um forgangsatriði
  4. Önnur mál

Fundargerð

19. fundur – haldinn föstudaginn 27. febrúar 2015, kl. 9.00, í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir: Páll Þórhallsson, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Birgir Ármannsson, Jón Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og Róbert Marshall sem tilnefndur hefur verið til setu í nefndinni af hálfu Bjartrar framtíðar.

Þá sat fundinn Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur á löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytis og ritari nefndarinnar.

Formaður setti fundinn og stýrði honum.

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 18. fundar, sem haldinn var föstudaginn 2. janúar 2015, var send nefndarmönnum með tölvupósti 5. janúar. Fundargerðin var samþykkt án athugasemda.

2. Vinnuáætlun nefndarinnar

Samþykkt að  funda vikulega á næstunni. 

Gert er ráð fyrir að þegar komin er nokkuð góð sátt um þau fjögur efnisatriði sem rædd hafa verið á síðustu fundum (sbr. vinnupunkta á glærum) verði unnið skjal með samfelldum texta. Sá texti verði síðan grundvöllur vinnu við drög að tillögum, eftir atvikum með aðkomu sérfræðinga.

3. Áframhaldandi umræða um forgangsatriði

Haldið var áfram umfjöllun um umhverfisvernd og leitast við að skýra betur um hvað er sátt, hvar/hvað ber á milli og hvort/hvernig hægt sé að nálgast þar sameiginlega niðurstöðu sem nánari útfærsla verði byggð á.

Unnið verður úr umræðum fundarins og drög send nefndarmönnum.

4. Önnur mál

Ekkert var rætt undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.00.

SG skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum